Um okkur
Okkar saga
Eftir yfir áratugareynslu við hugbúnaðargerð og svigrúm til umhugsunar , sá stofnandi tækifæri á að færa hugbúnaðargerð meira í áttina að hinu mannlega.
Tilhneiingin er að of oft er byrjað á röngum enda við hugbúnaðargerð, undirstöðurnar ekki skilgreindar og notendur og fólk með sérþekkingu á því sviði ekki dregið með í umræðuna.
og útkoman eftir því slæm.
Hinir hefðbundnu fasar við smíði hugbúnaðar eru:
Kröfur - Greining - Hönnun - Framkvæmd - Prófanir - Hugbúnaður gefinn út - stuðningur við hugbúnaðinn
Því miður er of oft byrjað jafnvel á að framkvæma eða forrita lausnina án undirvinnunar , það má líkja því við að Byggingarverkfræðingur fær það verkefni að byggja brú og hann byrjar á að byggja brúnna án þess að hafa kröfur og teikningar , þannig verklag og útkoma yrði aldrei samþykkt.
Hið sama ætti að eiga við um hugbúnaðargerð.
Hugbúnaðargerð ætti að fara eftir svipuðu verklagi og brúarsmíði
Í fyrsta lagi er oftast eitthvað vandamál í gangi sem er ekki að ganga upp , allt frá því að vera mikil tvítekning og í að vera mikil handavinna þetta leiðir að sér þörf fyrir meira starfsfólk og minni starfsánægju.
Jakiconsulting leggur áherslu á að gera betur í hugbúnaðargerð með áherslu á sjálfvirknivæðingu með aðstoð stafrænnavinnuþjarka